Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2017 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu sem starfrækt er af embætti ríkislögreglustjóra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 20. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Með lögum nr. 61/2016 um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 (menntun lögreglu) sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016, var menntun lögreglumanna færð á háskólastig og sett var á stofn mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Með lögunum var ráðherra jafnframt eftirlátið að kveða nánar á um í reglugerð, að tillögu mennta- og starfsþróunarsetursins, hlutverk, starfsemi og ábyrgð þess.

Í reglugerðardrögunum eru meðal annars almenn ákvæði um markmið, hlutverk og stjórn setursins, verklegt nám og starfsnám, inntökuskilyrði, símenntun og sérmenntun með námskeiðahaldi. Einnig er ákvæði um rannsóknir og þróun þar sem fram kemur að í samvinnu við háskóla skuli mennta- og starfsþróunarsetrið þróa gagnreyndar aðferðir lögreglu með því að stuðla að vísindarannsóknum innan lögreglunnar í þeim tilgangi að efla þróun og fagmennsku innan lögreglunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum