Hoppa yfir valmynd
13. desember 2019

Viðskiptafræðingur í fjárreiðu- og uppgjörsdeild

 

VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Í FJÁRREIÐU- OG UPPGJÖRSDEILD Í REYKJAVÍK

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum viðskiptafræðingi til starfa í fjárreiðu- og uppgjörsdeild í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf.

Fjárreiðudeild Vegagerðarinnar er með starfsemi á fimm stöðum á landinu og sér um fjármál og uppgjör stofnunarinnar auk ýmissa annarra verkefna.

Starfið felst í almennum bókhalds- og uppgjörsstörfum, mótun og innleiðing verkferla auk annarra verkefna deildarinnar. 

Menntunar- og hæfniskröfur 
Viðskiptafræði, framhaldsmenntun æskileg
Reynsla af mótun og innleiðingu verkferla
Þekking og reynsla af bókhaldi og uppgjöri
Þekking á Orra (Oracle) æskileg
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
Frumkvæði og faglegur metnaður
Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
Góð íslenskukunnátta

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2020. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected].  Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Þórunn Reynis forstöðumaður fjárreiðu- og uppgjörsdeildar [email protected] eða í síma 522 1056.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum