Hoppa yfir valmynd
23. júní 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Starf sérfræðings í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu mennta- og vísindamála. Um er að ræða fullt starf.  

Skrifstofan fjallar um málefni allra skólastiga og vísinda. Hún aðstoðar ráðherra við yfirstjórn stofnana og sjóða sem annast framkvæmd stjórnarmálefna er undir hann heyra og hefur eftirlit með starfsemi og fjárreiðum þeirra. Miðað er við að umsækjanda geti verið falið að vinna við önnur málefni ráðuneytisins.  

Sérfræðingurinn mun taka þátt í stefnumótun, áætlanagerð og eftirliti í samræmi við lög um opinber fjármál og lög um framhaldskóla og háskóla og önnur lög sem við eiga. Hann mun vera tengiliður ráðuneytisins við stofnanir þess varðandi rekstur þeirra. Í því felst meðal annars umsjón með gerð og eftirlit með framkvæmd samninga við skólana. 

  • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfinu og reynslu í stefnumótun og verkefnastjórnun.
  • Reynsla og þekking á framhaldsskólastiginu er kostur, einkum er varðar starfsmenntun á því skólastigi. 
  • Frumkvæði, lausnamiðuð vinnubrögð og samstarfshæfni eru nauðsynlegir kostir.
  • Gerð er krafa um ritfærni og góða kunnáttu í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandamáli.  

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested, rekstrarstjóri.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á [email protected]. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2017. 

Umsóknir gilda í 6 mánuði.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 23. júní 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum