Hoppa yfir valmynd
20. maí 2019

Sviðsstjóri fagsviðs vinnuvéla

Sviðsstjóri fagsviðs vinnuvéla

Vinnueftirlitið leitar af kraftmiklum leiðtogum í störf sviðsstjóra þriggja fagsviða samkvæmt nýju skipuriti stofnunarinnar. Sviðsstjóri veitir fagsviði forystu og er hluti af framkvæmdastjórn Vinnueftirlitsins. Sviðsstjóri ber ábyrgð á framkvæmd stefnu stofnunarinnar á fagsviði sínu. 

Um er að ræða mjög áhugaverð og fjölbreytt störf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Allar stöðurnar heyra beint undir forstjóra. Starfshlutfall er 100% og starfsstöðin er í Reykjavík.

Sviðið ber ábyrgð á eftirliti Vinnueftirlitsins með skráningarskyldum vinnuvélum, tækjum og lyftum.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins.
Undirbúningur, gerð og eftirfylgni starfsáætlana.
Þáttaka í stefnumótun.
Markmiðssetning og mat á árangri.
Mannauðsstjórnun á sviðinu.
Innri og ytri samskipti.

Menntunar- og hæfniskröfur: 
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldmenntun er skilyrði.
Þekking og reynsla af stjórnun rekstrar og mannauðs.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð leiðtogahæfni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð skipulagshæfni.
Metnaður og vilji til að ná árangri.
Reynsla á sviði vinnuverndar, þ.m.t. öryggismál, er æskileg.
Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku.
Góð tölvufærni.

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um störfin veita Hanna S. Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlits ríkisins ([email protected]) í síma 550 4600 og Ari Eyberg ([email protected]) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og er hlutverk þess að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu. Lykilþættir í starfsemi stofnunarinnar er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi með áherslu á forvarnir og eftirlit með vinnuumhverfi vinnustaða og með vinnuvélum og tækjum. Einnig annast stofnunin fræðslu um vinnuvernd, virka innleiðingu öryggismenningar á vinnustöðum og markvissa aðferða í vinnuverndarstarfi. Vinnueftirlitið tekur jafnframt þátt í rannsóknarstarfi á sviði vinnuverndar. Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði, forvarnir og fagmennska. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vinnueftirlit.is.

Framtíðarsýn Vinnueftirlitsins fram til 2023 ásamt stefnu hefur verið sett fram.  Nýtt skipurit tók gildi 15. maí 2019 þar sem gert er ráð fyrir nýjum störfum sviðsstjóra sem hér eru auglýst laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að þeir stjórnendur sem fá það hlutverk að leiða svið stofnunarinnar samkvæmt nýju skipuriti komi að vinnu við stefnumótunina í síðasta hluta hennar til að geta tryggt skilvirka og hraða innleiðingu nýrrar stefnu. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum