Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Tæknimaður á sviði jarðefnafræði

Tæknimaður á sviði jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf tæknimanns á sviði jarðefnafræði. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmaðurinn á að hafa umsjón með efnarannsóknastofum og hreinrými (Class 10.000, ISO7) þar sem sýni af vatni og bergi eru undirbúin til efna- og samsætugreininga. Einnig er gert ráð fyrir að starfsmaðurinn taki þátt í daglegri umsjón rannsóknatækja Jarðvísindastofnunar sem tengjast slíkum mælingum, þar á meðal ICP-OES, Q-ICP-MS, MC-ICP-MS og öðrum massagreinum. Starfsmaðurinn mun jafnframt taka þátt í að leiðbeina nemendum Jarðvísindadeildar Háskólans við vinnu á efnarannsóknarstofum sem og notkun þessara tækja, ásamt því að þróa aðferðir til mælinga. 

Hæfnikröfur
>> Meistaragráða á sviði jarðefnafræði eða efnafræði.
>> Reynsla af vinnu við efnagreiningar .
>> Reynsla af efnagreiningum með ICP-tækni og vinnu í hreinrými er æskileg.
>> Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
>> Handlagni, vandvirkni, þolinmæði og lipurð í mannlegum samskiptum.
>> Áhugi og vilji til að taka þátt í kennslu og leiðbeiningu nemenda á háskólastigi.
>> Góð enskukunnáttu.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókninni skal fylgja i) ferilskrá, ii) afrit af prófskírteinum, iii) upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sæmundur Ari Halldórsson - [email protected] - 525 4741

Háskóli Íslands
Jarðvísindadeild
Hjarðarhaga 2-6
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum