Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2018

Aðjúnkt í hjúkrunarfræði

Aðjúnkt í hjúkrunarfræði með áherslu á siðfræði heilbrigðisstétta og samskipti

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar tímabundið fullt starf (100%) aðjúnkts í hjúkrunarfræði með áherslu á siðfræði heilbrigðisstétta og samskipti við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á hjúkrunarsiðfræði og samskiptum. Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir í hjúkrunarfræði sem og þátttaka í stjórnun. Næsti yfirmaður er formaður hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Staðan er veitt frá og með 1. febrúar 2019. Ráðning er tímabundin í 18 mánuði frá ráðningardegi.

Helstu verkefni:
Um er að ræða klínískt fræðasvið, sem tekur til margra þátta og æviskeiða. Leitað er að öflugum einstaklingi innan þessarar sérgreinar hjúkrunar til þróunar kennslu, sérlega í grunnnámi. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til fjölbreyttrar kennslu innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri tengt sínu sérsviði.

Menntunar- og hæfniskröfur
Sérmenntun á sviði hjúkrunarsiðfræði og samskiptum innan hjúkrunar nauðsynleg.
Reynsla af háskólakennslu nauðsynleg.
Góð samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla eigin þekkingu nauðsynleg.
Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli nauðsynlegt.
Æskilegt að umsækjandi sé samþykktur inn í eða langt kominn með doktorsnám.

Umsókn skal fylgja:
Ítarleg ferilskrá.
Staðfest afrit af prófskírteinum.
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á. 
Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018. Ekki eru notuð stöðluð umsóknareyðublöð. Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors, Háskólanum á Akureyri á netfangið [email protected]

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 með síðari breytingum, og reglur fyrir Háskólann á Akureyri. nr. 387/2009. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra. 

Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli Kristófersson, deildarformaður hjúkrunarfræðideildar í [email protected] og Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs í [email protected]

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um laus störf.
https://www.unak.is/is/haskolinn/starfsfolk/laus-storf/adjunkt-i-hjukrunarfraedi-hjukrunarsidfraedi-samskipti

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum