Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Starfsmannastjóri

Starfsmannastjóri óskast
 
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmannastjóra. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á starfsmannastjórn og mannauðsmálum og hefur þekkingu og reynslu af starfssviðinu. 

Starfsmannastjóri heyrir beint undir skrifstofustjóra Alþingis og situr fundi forstöðumanna skrifstofunnar. Starfsmannastjóri veitir starfsmannaskrifstofu forstöðu, en þar vinna þrír starfsmenn. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í lifandi umhverfi þar sem vinna um 100 manns. 

Helstu verkefni og ábyrgð
> Dagleg stjórn og ábyrgð á faglegu starfi starfsmannaskrifstofu ásamt fjármála- og áætlanagerð fyrir skrifstofuna. 
> Þátttaka í starfi stjórnenda skrifstofu Alþingis og forusta um mótun og framkvæmd stefnu í mannauðsmálum.
> Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna skrifstofunnar í mannauðsmálum.
> Umsjón með ráðningarferlum, móttöku nýrra starfsmanna og starfslokaferli. 
> Umsjón með starfsþróun og fræðslu starfsmanna ásamt umsjón með starfsmannahandbók og miðlun upplýsinga til starfsmanna um réttindi þeirra og skyldur. 
> Virk þátttaka í gerð og framkvæmd kjara- og stofnanasamninga ásamt innleiðingu jafnlaunavottunar. 
> Ábyrgð á launavinnslu og aðkoma að launasetningu ásamt umsjón með tímaskráningu og réttindum starfsmanna. 
> Umsjón með öryggis- og velferðarmálum starfsmanna.

Hæfnikröfur
> Meistaragráða sem nýtist í starfi; viðbótarnám í mannauðsstjórnun eða sambærilegum greinum er æskileg.
> Þekking og marktæk starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði.
> Þekking á kjarasamningum er æskileg.
> Reynsla af teymisvinnu, stefnumótun og breytingastjórnun er kostur.
> Leiðtoga- og tjáningarhæfni, jákvæðni, drifkraftur og færni í mannlegum samskiptum. 
> Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. 
> Gott vald á íslensku máli, bæði í ræðu og riti, er skilyrði. 
> Góð þekking á ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt prófskírteinum og kynningarbréfi þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. 

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.12.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þorsteinn Magnússon - [email protected] - 563-0500

AL Starfsmannaskrifstofa
Kirkjustræti 8
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum