Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2019

Kennarar í rafiðngreinum


Verkmenntaskólinn á Akureyri auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:

Tvær 100% stöður í rafeindavirkjun
Kröfur til umsækjenda: sveinspróf í rafeindavirkjun ásamt iðnmeistararéttindum í greininni eða sambærilegt tækninám. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennsluréttindi í framhaldsskóla. Mikilvægt að viðkomandi hafi nýlega reynslu úr atvinnulífinu. Kennslugreinar eru fyrst og fremst á sviði rafeindavirkjunar. 

Tvær 100% stöður kennara í rafvirkjun
Kröfur til umsækjenda: Sveinspróf í rafvirkjun ásamt iðnmeistararéttindum í greininni. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennsluréttindi í framhaldsskóla.  Mikilvægt að viðkomandi hafi nýlega reynslu úr atvinnulífinu. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu og reynslu af stýritækni PLC og skjámyndakerfi.  Kennslugreinar eru rafiðngreinar í rafvirkjun og vélstjórn ásamt kælitækni og því mikilvægt að umsækjandi hafi reynslu á þeim sviðum rafiðngreina.

Kennslustarfið krefst lipurðar og virðingu í mannlegum samskiptum, frumkvæðis og skipulagðra og sjálfstæðra vinnubragða. 

Umsóknum skal skila til Sigríðar Huldar Jónsdóttur skólameistara í tölvupósti á netfangið [email protected] og er einungis tekið við umsóknum með þeim hætti. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt sakavottorði og afriti af prófskírteinum. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum og ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019. Laun kennara eru samkvæmt Stofnanasamningi VMA og félagsmanna í KÍ. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019. 

Nánari upplýsingar veitir skólameistari eða aðstoðarskólameistari í gegnum tölvupóst á netfangið [email protected] eða [email protected] 

Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur fengið ISO-9001 gæðavottun.

VMA stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf. 

Einkunarorð skólans eru: Fagmennska - fjölbreytni – virðing


Skólameistari

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum