Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2017 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu til umsagnar

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 24. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið [email protected].

Samkvæmt breytingu á lögreglulögum sem Alþingi samþykkti vorið 2016 var ráðherra falið að skipa sjálfstæða stjórnsýslunefnd sem hefði eftirlit með störfum lögreglunnar og tók nefndin til starfa 1. janúar síðastliðinn. Ráðherra var jafnframt falið að setja nánari reglur um starfsemi nefndarinnar. Regludrögin eru byggð á tillögum nefndar innanríkisráðherra um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu en sú nefnd skilaði skýrslu 27. nóvember 2015 og vann jafnframt drög að reglunum.

Í drögunum er kveðið nánar á um starfsemi eftirlitsnefndarinnar, þar á meðal um tímafresti, eftirfylgni mála og birtingu upplýsinga. Markmiðið með reglunum er að stuðla að vandaðri og samræmdri málsmeðferð þegar borgararnir telja á sér brotið í samskiptum við lögreglu með það að leiðarljósi að tryggja vandaða starfshætti löggæslustofnana og réttaröryggi borgaranna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum