Hoppa yfir valmynd
3. mars 2017 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um skotelda til umsagnar

Drög að reglugerð um skotelda eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] til 15. mars næstkomandi.

Reglugerðin felur í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda. Lagt er til að skoteldar sem leyfðir eru samkvæmt evrópskum stöðlum, CE stöðlum, og aðgengilegir eru hjá Staðlaráði Íslands, verði leyfðir hér á landi. Ekki eru lagðar til takmarkanir á skoteldum umfram þær takmarkanir sem gerðar eru í ofangreindum stöðlum en þó verður stjórnvöldum heimilt að banna sölu á tilteknum skoteldum, reynist þeir ekki vel hér á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum