Hoppa yfir valmynd
28. júní 2011 Matvælaráðuneytið

Aðalfundur FAO í Róm dagana 25. júní til 2. júlí 2011.

JB FAO Róm júní 2011
JB FAO Róm júní 2011

 

Nr. 29/2011 

Aðalfundur FAO í Róm dagana 25. júní til 2. júlí 2011.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði í dag aðalfund matvælastofnunar sameiðnuðu þjóðanna (FAO).

Í ræðu sinni óskaði ráðherra nýkjörnum aðalframkvæmdastjóra FAO, Mr. José Graziano da Silva, heilla í störfum sínum og þakkaði fráfarandi framkvæmdastjóra, Dr. Jacques Diouf, störf fyrir stofnunina. Ræddi ráðherra nauðsyn kynjajafnréttis í fæðuframleiðslu, sjálfbæra nýtingu og stöðugleika í matvælaframleiðslu þjóða.

Jón Bjarnason vék einnig að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda, þar með talið, nýtingu sjávarspendýra. Ráðherra minntist ennfremur á þær viðskiptatakmarkanir sem eru á sjávarspendýrum án þess að þeim liggi til grundvallar haldbær vísindaleg rök.

Ræðu ráðherrans má sjá hér

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum