Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2017 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir til umsagnar

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. apríl næstkomandi á netfangið [email protected].

Drögin fela í sér breytingar á leikjaformúlu Víkingalottós. Hætt verður með svokallaðan „ofurpott“ í leiknum. Fyrstu tveir vinningsflokkarnir verða sameiginlegir og dregnar verða 6 tölur af 48 auk einnar Víkingatölu af tölunum 1-8. Vinningshlutfall hækkar úr 40% í 45% og verð á röð hækkar úr 80 kr. í 100 kr. Í samræmi við þetta eru lagðar til breytingar á nokkrum ákvæðum reglugerðarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum