Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2020

Doktorsnemi í ónæmisfræði við Lífvísindasetur

Doktorsnemi í ónæmisfræði við Lífvísindasetur


Auglýst er eftir doktorsnema í fullt starf, til að vinna að rannsóknum á ónæmissvörum nýbura. 

Ónæmissvör nýbura eru dauf og skammlíf og þeir eru næmir fyrir sýkingum. Við höfum sýnt að ónæmisglæðar geta flýtt og aukið ónæmissvör nýbura og stuðlað að því að þau vari lengur en ella. Doktorsverkefnið felst í rannsókn á samverkandi áhrifum nýstárlegra ónæmisglæða ef þeir eru gefnir hvor á eftir öðrum með stungu undir húð og um nefslímhúð (prime ¿ boost) með bóluefni gegn pneumókokkum. Kannað verður hvort slíkar bólusetningar geti hámarkað virkjun langlífra B og T frumna og lifun minnisfrumna og plasmafrumna, far þeirra til lungna og vernd gegn lungnabólgu og blóðsýkingu af völdum pneumókokka. Einnig verður dreifing B og T minnisfrumna skoðuð og myndun lifunarkjarna og lifunarboða fyrir minnisfrumur. Verkefnið byggir á notkun nýburamúsa, einagrun frumna úr milta, eitlum, beinmerg og lungum, vefjalitun og greiningu frumna með ELISPOT og flæðifrumusjá, mótefnamælingum með ELISA og mati á genatjáningu með RT-PCR eða raðgreiningu. Einnig verður notast við aðrar aðferðir í ónæmisfræði, frumulíffræði og lífefnafræði.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr Doktorsnámssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist 1. september 2020, eða samkvæmt nánara samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð
Doktorsverkefnið verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands en Lífvísindasetur er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfaglegt og alþjóðlegt rannsóknaumhverfi.

Neminn mun vinna undir leiðsögn Ingileifar Jónsdóttur, prófessors og Stefaníu P. Bjarnarson, dósents við Læknadeild HÍ og vera hluti af rannsóknateymi þeirra. Rannsóknirnar eru unnar á Ónæmisfræðideild Landspítala, í samstarfi við prófessor Jan Holmgren við Gautaborgarháskóla, dr. Dennis Christensen við Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn og dr. Þórunni Ástu Ólafsdóttur hjá Íslenskri erfðagreiningu og Háskóla Íslands. 

Upplýsingar á Google Scholar: Ingileif Jónsdóttir (https://scholar.google.is/citations?user=SbH0r1AAAAAJ&hl=en) og Stefanía P. Bjarnarson (https://scholar.google.is/citations?user=cCfs2kgAAAAJ&hl=en)


Hæfnikröfur
- Meistarapróf í ónæmisfræði, frumulíffræði, lífefnafræði eða skyldum greinum. 
- Góð reynsla af vísindastörfum á rannsóknastofu við ónæmis-, lífefna-, sameinda- eða frumulíffræði.
- Góð tölvufærni.
- Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar 


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:
i. Ferilskrá og yfirlit um birt efni, ef það á við.
ii. Staðfest afrit af prófskírteinum - BSc og MSc ásamt einkunnadreifingu
iii. Meðmælabréf
iv. Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.


Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.08.2020


Nánari upplýsingar veitir
Ingileif Jónsdóttir - [email protected] - 5435800
Stefanía P Bjarnarson - [email protected] - null


Háskóli Íslands
Læknadeild
v/Vatnsmýrarveg
101 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum