Hoppa yfir valmynd
1. júní 2017 Forsætisráðuneytið

Finnum færð þjóðargjöf á 100 ára sjálfstæðisafmæli

Í tilefni af 100 ára afmæli sjálfstæðis Finnlands, færði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, finnsku þjóðinni listaverkið Afsteypu - Cast - eftir Hrein Friðfinnsson í Helsinki í dag. Listaverkinu fylgir áritaður skjöldur þar sem fram kemur að gjöfin sé frá ríkisstjórn Íslands til finnsku þjóðarinnar.

Hreinn Friðfinnsson er í hópi ástsælustu myndlistarmanna samtímans á Íslandi. Hann nýtur virðingar á Norðurlöndum, einkum í Finnlandi, en hafa má til marks um það að Hreinn hlaut hin norrænu Carnegie verðlaun árið 2000 og sama ár viðurkenningu Ars Fennica, sem Finnar veita framúrskarandi samtímalistamönnum á hverju ári.

Verk Hreins eru til sýnis á virtum samtímalistasöfnum víða um heim, bæði opinberum söfnum og einkasöfnum. Listamaðurinn hefur um árabil verið í samstarfi við eitt nafntogaðasta samtímalistagallerí Finnlands sem hefur kynnt verk hans þar og á alþjóðlegum myndlistarviðburðum víða um lönd.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum