Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Kerfisstjóri

Einkaleyfastofan - kerfisstjóri

Einkaleyfastofan leitar eftir metnaðarfullum aðila í starf kerfisstjóra. Kerfisstjóri heyrir undir sviðsstjóra rekstrarsviðs. Um er að ræða tímabundið starf í 8 mánuði vegna afleysinga og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 2. janúar 2019. Starfshlutfall er 100%.
 
Helstu verkefni:
Daglegur rekstur net-, síma- og tölvukerfa
Uppsetning á vél- og hugbúnaði 
Stofnun og viðhald notenda í rafrænum kerfum
Umsjón með afritun og varðveislu rafrænna gagna
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn á sviði tölvu- og tæknimála
Tengiliður við þjónustuaðila
Önnur tilfallandi verkefni

Helstu hæfnikröfur:
Menntun í kerfisstjórn eða sambærileg menntun
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
Jákvæðni, frumkvæði og drifkraftur
Hæfni til að vinna í hópi
Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Góð íslensku- og enskukunnátta

Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Upplýsingar um starfið veitir Elfa Íshólm Ólafsdóttir sviðsstjóri rekstrarsviðs í síma 580 9400.

Umsóknarfrestur er til 3. desember 2018.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Einkaleyfastofunni, Engjateigi 3, 105 Reykjavík, á netfangið [email protected].

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum