Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Skrifstofustjóri IASC

 

Skrifstofustjóri IASC

Rannís óskar eftir að að ráða skrifstofustjóra í 50% starf hjá Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndinni (IASC) sem hýst er á skrifstofu Rannís í Háskólanum á Akureyri. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri IASC. Starfið felur í sér umsjón með skrifstofu og fjármálum IASC ásamt öðrum verkefnum í umboði framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Útbúa kostnaðarskýrslur, halda utan um fjárhagsáætlanir og reikninga IASC, færa bókhald nefndarinnar og hafa yfirsýn yfir verkefni vinnuhópa IASC
Samskipti IASC við samstarfsaðila hér á landi sem erlendis
Undirbúa fundi nefndarinnar eftir þörfum. Starfið krefst stöku ferðalaga erlendis

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Reynsla af stjórnun verkefna og fjármála ásamt traustri bókhaldskunnáttu
Reynsla af alþjóðlegu samstarfi
Mjög góð tölvufærni (Office forrit eða sambærileg)
Fyrirtaks kunnátta í ensku, bæði tal- og ritmáli
Framúrskarandi samskiptafærni og skipulagshæfileikar
Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
Haldgóður skilningur á málefnum sem tengjast norðurslóðum er kostur

Upplýsingar um starfið veitir Allen Pope, framkvæmdastjóri IASC, í netfangi [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Sækja skal um starfið á heimasíðu Rannís: http://www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/ og þar er einnig að finna nánari upplýsingar.

Umsókn skal vera á ensku og henni skal fylgja ítarleg ferilsskrá, kynningarbréf, afrit af prófskírteini og upplýsingar um þrjá mögulega meðmælendur. 

Ráðningin er tímabundin til þriggja ára og er lok starfstíma miðað við 31. desember 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur úr, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.


Rannís er líflegur vinnustaður með nálægt 50 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir,nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum