Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Rannsóknarmaður - Svefnrannsóknarstofa

Rannsóknarmaður - Svefnrannsóknarstofa

Við sækjumst eftir öflugum starfsmanni til starfa við svefnrannsóknir á Landspítala. Starfið er fjölbreytt og felur jafnframt í sér stuðning við skjólstæðinga á landbyggðinni og uppbyggingu á því starfi. Unnið er dagvinnu með möguleika á stökum vöktum utan dagvinnutíma skv. nánari útfærslu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Boðið verður upp á stuðning til að ná fullgildu svefntækninámi Registered Polysomnographic Technologist (RPSGT). Á deildinni starfa um 10 manns í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við sérfræðilækna í lungnalækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum og hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf svefnmælifræðings felur í sér að framkvæma og greina svefnmælingu (polysomnography), kæfisvefnsskimun, Multiple Sleep Latency Test, og rauntímaeftirlitsmælingar með árangri öndunarvélameðferðar. Starfið eru undir leiðsögn sérhæfðs starfsfólks og sérfræðilækna samkvæmt því sem best gerist og í samræmi við alþjóðlega staðla. Mikilvægi svefns á heilsu er mikið rannsakað og áhrifin víðtæk og mikilvægt að umsækjandi hafi áhuga á heilsu og vellíðan meðborgaranna.

Hæfnikröfur

 • Náttúrufræði, heilbrigðisverkfræði eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi, íslenskt starfsleyfi heilbrigðisstéttar eins og við á
 • Reynsla af tölvuvinnslu/ tölvulæsi
 • Faglegur metnaður
 • Sjálfstæð, vönduð og skipulögð vinnubrögð
 • Hæfileiki til að starfa í þverfaglegu teymi
 • Lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi (ef við á). Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Heilbrigðisþjónusta
 • Stéttarfélag: Félag íslenskra náttúrufræðinga
 • Umsóknarfrestur er til: 30.11.2020

Nánari upplýsingar veitir

Jordan Cunningham - [email protected] - 824 6135

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira