Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Tæknilegur arkitekt heilbrigðis- og upplýsingatæknimála Landspítala

Tæknilegur arkitekt heilbrigðis- og upplýsingatæknimála Landspítala

Við leitum eftir tæknilegum arkitekt sem vill ganga til liðs við okkur við að leiða og efla framtíðarþróun á upplýsingatækni innviðum Landspítala. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, enda rekur Landspítali eitt stærsta og flóknasta tækniumhverfi landsins. Upphaf starfs er samkomulag. Á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni. Á HUT starfar hópur sérfræðinga á sviði heilbrigðis- og upplýsingatækni náið með klínísku starfsfólki að aukinni skilvirkni, bættum gæðum og auknu öryggi í starfsemi spítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með tækni- og skýjastefnu HUT og leiðir framtíðarþróun á upplýsingatækni innviðum Landspítala
 • Kemur að gerð og viðhaldi stefnu, staðla, krafna og verkferla tengdum UT rekstri og þróun Landspítala
 • Mælir fylgni við kröfur, staðla og verkferla, ásamt gerð tillagna að úrbótum innan UT umhverfisins
 • Skilgreinir kröfur fyrir netöryggi Landspítala og leiðir aðgerðir á því sviði
 • Ráðgjafi Landspítala varðandi tæknilega innviði, upplýsingatæknibúnað og upplýsingatækniöryggi
 • Ráðgjöf og greining vegna upplýsingatækni í nýjum Landspítala

Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði eða önnur menntun sem nýtist við rekstur tölvukerfa
 • Yfirgripsmikil reynsla af rekstri í umfangsmiklu tækniumhverfi
 • Jákvætt lífsviðhorf, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Faglegur metnaður og öguð vinnubrögð
 • Drifkraftur, stefnumótandi hugsun og frumkvæði í starfi
 • Hæfni til að móta jákvætt vinnuumhverfi og byggja upp teymi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Heilbrigðisþjónusta
 • Umsóknarfrestur er til: 25.11.2020

Nánari upplýsingar veitir

Björn Jónsson - [email protected] - 825 5050

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira