Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Sérfræðilæknir í geðlækningum

Sérfræðilæknir í geðlækningum

Laus eru til umsóknar störf sérfræðilækna í geðlækningum innan geðþjónustu Landspítala. Um er að ræða fjölbreytt störf á deildum geðþjónustu þar sem starfsemi er í mikilli þróun og áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Leitað er eftir sérfræðilæknum með framúrskarandi samskiptahæfni sem og faglegan metnað og áhuga á að vinna með einstaklinga með geðvanda. Starfshlutfall er 100% og eru störfin laus frá 1. janúar 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Hægt er að sækja um á eftirfarandi deildum innan geðþjónustu Landspítala: Vinsamlegast takið fram í umsóknarformi og/ eða kynnisbréfi, sem fylgir umsókninni, hvaða deild er sótt um. Móttökugeðdeild 33A - Deildin er 32 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Bráðageðdeild 32C - Deildin er sérhæfð geðgjörgæsludeild sem annast móttöku, greiningu og meðferð bráðveikra einstaklinga sem sökum veikinda sinna eru taldir hættulegir sjálfum sér, umhverfi sínu eða öðrum. Fíknigeðdeild 32A - Á deildinni er rekin sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga þar sem geðraskanir og fíknisjúkdómar fara saman (tvígreiningar). Endurhæfingargeðdeild - Á deildinni fer fram sérhæfð meðferð fyrir fólk með alvarlega geðsjúkóma þar sem markmiðið er að endurhæfa sjúklinga aftur út í samfélagið. Göngudeildarþjónusta - Starfsemi göngudeildar er skipt í 13 þverfagleg teymi sem öll sinna einstaklingum með alvarlegar geðraskanir. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greining vanda og gerð meðferðaráætlana
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
 • Þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi og kennslu læknanema
 • Þátttaka í gæða- og umbótastarfi
 • Handleiðsla deildarlækna
 • Þátttaka í bakvöktum sérfræðinga á geðsviði

Hæfnikröfur

 • Íslenskt sérfræðileyfi í geðlækningum
 • Faglegur metnaður og áhugi á að vinna með einstaklinga með bráðan geðvanda
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Hæfni í samskiptum og teymisvinnu
 • Stundvísi og áreiðanleiki

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um: » Fyrri störf, menntun og hæfni » Félagsstörf og umsagnaraðila » Taka fram hvaða deild sótt er um Nauðsynleg fylgiskjöl: » Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum » Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum » Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið » Yfirlit yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er fyrsti höfundur að » Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis, sjá hlekk á umsókn hér fyrir neðan Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Heilbrigðisþjónusta
 • Stéttarfélag: Læknafélag Íslands
 • Umsóknarfrestur er til: 14.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Jónsdóttir - [email protected] - 824 5359
Engilbert Sigurðsson - [email protected] - 824 5345

Ath. fylla skal einnig út umsókn um læknisstöðu hér hjá Embætti landlæknis

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira