Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Lektor við Sálfræðideild - megindleg sálfræði

Lektor við Sálfræðideild - megindleg sálfræði

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu. Gert er ráð fyrir að viðkomandi muni m.a. hafa umsjón með námskeiðum og kenna efni á sviði megindlegrar sálfræði (quantitative psychology) s.s. tölfræði, próffræði, aðferðafræði eða mælingafræði.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hafa umsjón með og sinna kennslu í fjölmennum námskeiðum í grunnnámi auk kennslu á meistarastigi á sviði megindlegrar sálfræði
 • Stuðla að rannsóknaruppbyggingu á sviði megindlegrar sálfræði
 • Leiðbeina grunn- og framhaldsnemendum í lokaverkefnum Við ráðningu verður miðað við, að sá eða sú er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Sálfræðideildar. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir að lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla, en eigi síðar en 1. ágúst 2021.

Hæfnikröfur

 • Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í sálfræði
 • Umsækjendur skulu hafa birt rannsóknir sínar á viðurkenndum vettvangi og hafa skýra framtíðarsýn í þeim efnum. Æskilegt er að umsækjandi hafi átt aðild að rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknastyrkja í samvinnu við aðra.
 • Reynsla af kennslu og leiðbeiningu á háskólastigi er æskileg
 • Reynsla af stjórnun er æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
 • Umsækjendur þurfa að geta kennt og átt í samskiptum við starfsmenn og nemendur á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009. Umsækjendur skulu láta fylgja með umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið og rannsóknaráætlun ef til ráðningar kemur. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Ef ekki er unnt að skila fylgigögnum með umsókn á rafrænu formi skal skila þeim í þríriti til vísindasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: i. Ferilskrá ii. Staðfest afrit af prófskírteinum iii. Upplýsingar um meðmælendur iv. Greinargerð þar sem áhuga fyrir starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands. Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200. Sálfræðideild sinnir kennslu í bæði í grunn- og framhaldsnámi. Fimmtán fastir kennarar og á fjórða tug þjálfunar- og stundakennara kenna rúmlega 800 nemendum í grunn- og framhaldsnámi. BS námið byggist á námskeiðum í hefðbundnum undirgreinum sálfræðinnar með sterka áherslu á rannsóknaaðferðir og verklega reynslu. Í framhaldsnámi er hvort tveggja, starfsréttindanám í sálfræði og rannsóknartengt nám. Árlega brautskrást rúmlega hundrað nemendur úr Sálfræðideild. Kennarar deildarinnar eru virkir í rannsóknum í sálfræði á Íslandi og í erlendu samstarfi. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Kennsla og rannsóknir
 • Stéttarfélag: Félag háskólakennara
 • Umsóknarfrestur er til: 14.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Urður Njarðvík - [email protected] - 5255957

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira