Hoppa yfir valmynd
Skrifstofustörf

Verkefnastjóri kennsluakademíu opinberu háskólanna

Verkefnastjóri kennsluakademíu opinberu háskólanna

Laust er til umsóknar 50% starf verkefnastjóra kennsluakademíu opinberu háskólanna hjá kennslusviði Háskóla Íslands. Kennsluakademía opinberu háskólanna er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun í íslensku háskólasamfélagi (sjá www.kennsluakademia.hi.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri er tengiliður við opinberu háskólanna og sinnir stefnumótun og daglegum störfum kennsluakademíunnar í samráði við stjórn kennsluakademíunnar. Störfin felast meðal annars í skipulagi funda, námskeiða og annarra viðburða á vegum kennsluakademíunnar. Þá hefur verkefnastjóri það hlutverk að halda utan um umsóknir og inntöku í kennsluakademíuna og sinna almennri kynningu og útgáfu efnis um kennsluþróun á vegum akademíunnar. Einnig mun verkefnastjórinn vinna í öflun styrkja og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi um kennsluþróun. Verkefnastjóri hefur aðstöðu í Setbergi Húsi kennslunnar.

Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun. Gerð er krafa um meistaragráðu en doktorsgráða er kostur
 • Reynsla og þekking á háskólaumhverfinu á Íslandi æskileg
 • Kennslufræðileg menntun er æskileg
 • Reynsla af verkefnastjórn
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Þekking á upplýsingatækni vegna kennslu er kostur
 • Góð samskiptahæfni
 • Reynsla af styrktarumsóknum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. janúar 2021 Umsókninni skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá (CV) og staðfest afrit af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 50%
 • Starfssvið: Skrifstofustörf
 • Stéttarfélag: Félag háskólakennara
 • Umsóknarfrestur er til: 03.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Róbert H. Haraldsson - [email protected] - 525 4277

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira