Hoppa yfir valmynd
Stjórnunarstörf

Verkstjóri ELMU matsala Landspítala

Verkstjóri ELMU matsala Landspítala

Veitingaþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkstjóra ELMU matsala við Hringbraut frá og með 1. janúar 2021 eða eftir samkomulagi. Verkstjóri ber ábyrgð á framleiðslu á matvælum og þjónustu við viðskiptavini og daglegri verkstjórn Elmu matsala við Hringbraut. Verkstjórinn hefur, auk þess að stýra sinni einingu, ábyrgð og eftirlit með minni matsölum spítalans. Veitingaþjónustan heyrir undir þjónustusvið og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi, en þar eru daglega framleiddar um 5.200 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 11 matsali og 3 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við framsækna sjálfsafgreiðslu. Hjá veitingaþjónustu Landspítala starfa rúmlega 100 manns í samhentri deild og fást þar við krefjandi og ögrandi verkefni á stærsta vinnustað landsins. Leitað er eftir drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund og farsæla reynslu af verkstjórn í matvæla- og veitingarekstri. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Dagleg verkstjórn
 • Vöruþróun í samráði við næringarráðgjafa og aðra stjórnendur
 • Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
 • Auka hagkvæmni og taka virkan þátt í umhverfis- og umbótavinnu

Hæfnikröfur

 • Leiðtogahæfni, drifkraftur og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Farsæl reynsla af verkstjórn í matvæla- og veitingarekstri
 • Fagleg vinnubrögð og skipulagshæfni
 • Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
 • Sveinspróf af matvælasviði er kostur s.s. matreiðsla, bakaraiðn eða framreiðsla

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Stjórnunarstörf
 • Stéttarfélag: Sameyki
 • Umsóknarfrestur er til: 27.11.2020

Nánari upplýsingar veitir

Örlygur Ólafsson - [email protected] - 543 1617
Viktor Ellertsson - [email protected] - 543 1517

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira