Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliði á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild

Sjúkraliði á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild

Sérhæfð endurhæfingargeðdeild auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraliða. Leitað er eftir öflugum liðsmanni í fjölbreytt, krefjandi og skapandi starf á frábærum vinnustað. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu. Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er 10-11 rúma sólarhrings legudeild sem sinnir meðferð sjúklinga með geðrænan vanda og fjölskyldum þeirra. Stærstur hluti sjúklinganna eru ungmenni á aldrinum 18-35 ára sem flest eru greind með geðrofssjúkdóm og fíknivanda. Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Virkur þátttakandi í þverfaglegu teymi við umönnun og meðferð sjúklinga á deildinni.
 • Stuðlar að öryggi sjúklinga og starfsfólks með því að framfylgja verklagi og vera virkur þátttakandi í varnarteymi geðþjónustu á Kleppi
 • Fylgir sjúklingi eftir í daglegri virkni og framfylgir meðferðarsamningum og hjúkrunaráætlunum
 • Tekur þátt í og sér um að fyrirliggjandi dagskrá deildar hverju sinni sé framfylgt, s.s. vettvangsferðir, sund, gönguferðir
 • Hefur umsjón með ýmsum störfum sem snúa að daglegum rekstri deildar
 • Stuðlar að góðum samstarfsanda

Hæfnikröfur

 • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Faglegur metnaður, jákvætt hugarfar og frumkvæði
 • Hæfni til þverfaglegs samstarfs og teymisvinnu
 • Áhugi á starfi með geðsjúkum
 • Reynsla af vinnu með geðsjúka einstaklinga er kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni í íslensku, mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 • Vinnutímaskipulag: Vaktavinna
 • Starfshlutfall: 80-100%
 • Starfssvið: Heilbrigðisþjónusta
 • Stéttarfélag: Sameyki
 • Umsóknarfrestur er til: 27.11.2020

Nánari upplýsingar veitir

Eyrún Thorstensen - [email protected] - 543 4210
Sylvía Rós Bjarkadóttir - [email protected] - 543 4210

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira