Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Verkefnastjóri við greiningar og mælingar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Verkefnastjóri við greiningar og mælingar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leitar að verkefnastjóra til að sjá um greiningar og mælingar á sviði gæðaþróunar og vísindavinnu sem fram fer á Þróunarmiðstöðinni. Markmið Þróunarmiðstöðvarinnar er að bæta gæði í heilsugæsluþjónustu og efla vísindarannsóknir. Um er að ræða 50% ótímabundið starf. Starfið veitist frá 1 mars 2021 eða eftir samkomulagi. Eitt af markmiðum heilsugæslu er að veita hágæða heilbrigðisþjónustu sem byggir á skilgreindum mælikvörðum er varðar þjónustu og árangur. ÞÍH leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu, vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, vísindastarfi, gæðaþróun og framförum i heilsugæslu í samráði við aðila sem reka heilsugæslustöðvar. Markmið ÞÍH eð að styðja við alla starfsemi heilsugæslunnar í landinu hvað varðar gæðamál, verklag, kennslu og vísindavinnu. Nánari upplýsingar um starfsemi ÞÍH má finna á https://throunarmidstod.is/

Helstu verkefni og ábyrgð

- Mælingar og mat á starfsemi í heilsugæslu í samræmi við árangursmælikvarða og gæðaviðmið - Að stuðla að þróun og innleiðingu árangursmælinga og -mats - Að tryggja úrvinnslu staðtalna og upplýsinga um starfsemi heilsugæslu á landsvísu - Skýrslugerð og framsetning talnaefnis

Hæfnikröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi - Veruleg þekking á tölfræði - Mikil og djúp þekking á Excel - Þekking á sjúkraskrárkerfinu Sögu og geta til að taka út gögn - Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna - Þekking og reynsla af framsetningu talnaefnis með rafrænum hætti - Færni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti - Metnaður til að ná árangri í starfi - Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót - Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt - Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

Emil Lárus Sigurðsson - [email protected] - 513-6300

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira