Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Lektor í kennslufræði grunnskóla. Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Lektor í kennslufræði grunnskóla. Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í kennslufræði grunnskóla við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna lektorsins verða kennsla og rannsóknir á einhverjum af eftirtöldum sviðum almennrar kennslufræði; bekkjarstjórnun, kennsluaðferðir og kennsluhættir, kennsla barna á miðstigi eða kennsla barna á yngsta stigi grunnskóla. Starfsskyldur lektors eru kennsla, rannsóknir og stjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla á grunn- og meistarastigi í kennslufræði grunnskóla.
  • Leiðsögn með lokaverkefnum nemenda.
  • Rannsóknir á einhverjum ofannefndum sviðum almennrar kennslufræði.
  • Þátttaka í þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði.
  • Þátttaka í þróun rannsókna innan Menntavísindasviðs og uppbygging rannsóknarsamstarfs um almenna kennslufræði á alþjóðlegum vettvangi.

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á sviði kennslu- og menntunarfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af erlendu rannsóknarsamstarfi og hafi birt rannsóknarniðurstöður með samstarfsaðilum. Umsækjandi skal einnig hafa leyfisbréf til kennslu. Einnig er mikilvægt að umsækjandi hafi starfsreynslu sem kennari á að minnsta kosti einu skólastigi. Rík áhersla er lögð á að sá sem starfið hlýtur hafi góða færni í kennslu og rannsóknum. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Horft verður til þess að umsækjendur falli sem best að aðstæðum og þörfum sviðsins í heild.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum, sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1.maí 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna munu fjalla.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið og greinargerð um áform og framtíðarsýn ef til ráðningar kemur. Umsækjandi skal tilgreina veigamestu ritverk sín, allt að átta talsins, með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal fylgja greinargerð höfunda fyrir framlagi sínu til verksins. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Umsókn og umsóknargögnum, sem ekki er skilað rafrænt, skal skila í tvíriti til Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6, 101 Reykjavík.

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.

Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Jónsdóttir - [email protected] - 5255518
Lára Rún Sigurvinsdóttir - [email protected] - 525 5905

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira