Yfirsálfræðingur
Yfirsálfræðingur
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu yfirsálfræðings á heilsugæslu. Starfinu er skipt á milli geðheilsuteymis stofnunarinnar og þjónustu við börn. Aðalstarfsstöðin er á Ísafirði, en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti þjónustu 2 til 3 daga í mánuði á Patreksfirði. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi stofnunarinnar, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og kemur til greina að sálfræðingur vinni að hluta til í fjarvinnu. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta við skjólstæðinga á Ísafirði, Patreksfirði og í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu. Samstarf við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Samstarf við skóla og félagsþjónustu á svæðinu, sem og við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þátttaka í frekari innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu. Þátttaka í uppbyggingu geðheilsuteymis. Handleiðsla í boði
Hæfnikröfur
Klínískt nám í sálfræði og starfsleyfi frá Embætti landlæknis Þekking og reynsla á gagnreyndum aðferðum Reynsla af greiningu og meðferð barna og fullorðinna með geðrænan vanda Framúrskarandi samskiptahæfni Jákvæðni og frumkvæði í starfi Áhugi, geta og faglegur metnaður til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi Góð almenn tölvukunnáttu Íslenskukunnátta er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
Húsnæðishlunnindi eru í boði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2021
Nánari upplýsingar veitir
Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - [email protected] - 450-4500