Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Doktorsnemi í taugalíffræði - umsóknarfrestur framlengdur til 4. mars

Doktorsnemi í taugalíffræði - umsóknarfrestur framlengdur til 4. mars

Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands leitar að doktorsnema til rannsókna á ferlum próteinsamvægis (proteostasis) í taugakerfi ávaxtaflugunnar Drosophila melanogaster. Verkefnið er styrkt til þriggja ára úr Rannsóknasjóði og verður unnið innan Líf- og umhverfisvísindadeildar og Lífvísindaseturs (lifvisindi.hi.is) en jafnframt verður hluti vinnunnar framkvæmdur hjá samstarfsaðilum í Evrópu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Neminn mun beita nýjustu aðferðum í smásjártækni í bland við erfðatæknilegar og sameindalíffræðilegar aðferðir til að rannsaka hlutverk áður óþekktra þátttakenda í viðhaldi heilbrigðs taugakerfis og vörnum gegn taugahrörnun.

Hæfnikröfur

 • Leitað er að framúrskarandi nemanda með:
 • Meistarapróf í frumulíffræði, sameindalífvísindum eða skyldum greinum.
 • Yfirgripsmikil þekking á sameindalíffræði, frumulíffræði og þroskunarfræði
 • Reynsla af störfum á rannsóknastofu
 • Áhugi á nútíma smásjártækni og gott vald á tölvutækni
 • Reynsla af vinnu með ávaxtaflugur og/eða háþróaða lagsjártækni er kostur
 • Grunnþekking í taugalíffræði og á notkun CRISPR tækni er æskileg Auk ofangreindra þátta þarf umsækjandi að hafa:
 • Mjög gott vald á ensku, bæði ritaðri og talaðri
 • Öguð vinnubrögð og skipulagshæfileika
 • Góða samskiptafærni og getu til að vinna sem hluti af teymi
 • Getu til að vinna sjálfstætt Í framhaldi af ákvörðun um ráðningu þarf viðkomandi að sækja formlega um doktorsnám í Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Umsóknarferli
Æskilegt er að doktorsneminn geti hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi sumarið 2021.
Umsókninni skal fylgja:
>> Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn og markmiði sínu með doktorsnámi. >> Ferilskrá með upplýsingum um alla menntun, rannsókna- og vinnureynslu. >> Staðfest afrit af prófskírteinum (grunn- og meistaranám) og einkunnadreifing. >> Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann). >> Yfirlit yfir birtingar, ef einhverjar. >> Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Lífvísindasetur Háskóla Íslands er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfagleg og alþjóðlegt rannsóknarumhverfi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 04.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Rut Franzdóttir - [email protected] - 5254604

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira