Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi óskast í útkallsteymi yfirsetu, öryggis- og réttargeðdeildar

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi óskast í útkallsteymi yfirsetu, öryggis- og réttargeðdeildar

Ertu góður í mannlegum samskiptum og getur laðað fram það besta í fólki? Í boði eru spennandi tímabundin störf til 6 mánaða á einingum þar sem ríkir einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika. Vaktabyrðin er hófleg og unnið er á þrískiptum vöktum. 

Við viljum ráða sjálfstæða og skipulagða einstaklinga sem hafa gaman af fjölbreyttu starfsumhverfi og áhuga á fólki og jákvæðum samskiptum. Umsækjandi verður að vilja starfa í teymi, vinna samkvæmt gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum verklagsferlum. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. 

Útkallsteymi yfirsetu sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga með krefjandi stuðningsþarfir og flókinn samskiptavanda á almennum legudeildum Landspítala. Samhliða vinnu í teyminu sinna starfsmenn starfi á öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítala á Kleppi. Á deildunum starfar þverfaglegt teymi sem sinnir sérhæfðri meðferð fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdóma sem hefur takmarkaða meðferðarheldni og sjúkdómsinnsæi. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings að því markmiði að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Starfsemi öryggis- og réttargeðþjónustu hefur það að markmiði að efla skilvirkni, auka öryggi, gæði þjónustu sem og stöðugar umbætur.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Veita einstaklingshæfða aðhlynningu, meðferð og tryggja öryggi sjúklinga
  • Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Þátttaka í umbótastarfi og þróun þjónustunnar

Hæfnikröfur

  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra meðferðaraðila
  • Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli
  • Reynsla af umönnun er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Guðmundur Sævar Sævarsson - [email protected] - 825 3832
Sigríður Edda Hafberg - [email protected] - 543 4453

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira