Starf í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu - umsóknarfrestur framl. til 01.03.2021
Starf í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu - umsóknarfrestur framl. til 01.03.2021
Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf við miðlun og þróun. Viðkomandi verður hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Starfið felur í sér yfirsýn, ábyrgð og umsjón með kynningar- og vefmálum, ásamt því að fylgja eftir innleiðingu stafrænna lausna og þróunarverkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vefstjórn, miðlun efnis á aðra miðla og umsjón með annarri útgáfu - Gerð áætlana og kynningarefnis - Verkefnastjórn stafrænna lausna, þróunar- og umbótarverkefna - Þjónusta við viðskiptavini stafrænna lausna - Samskipti við samstarfsaðila, fjölmiðla og notendur stafrænna lausna - Aðstoð við stjórnendur í fjölbreyttum verkefnum
Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi - Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti - Reynsla og þekking á kynningarmálum, reynsla af almannatengslum æskileg - Reynsla og þekking á vefstjórn og samfélagsmiðlum - Reynsla af verkefnastjórn þ.m.t. verkefnastjórn stafrænna verkefna - Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum - Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi, eftirfylgni mála og lausnaleit - Mjög góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli - Góð samskiptahæfni skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um Samkeppniseftirlitið
Það er eitt af verkefnum Samkeppniseftirlitsins að efla þekkingu á samkeppnisreglum og mikilvægi virkrar samkeppni á mörkuðum, til hagsbóta fyrir atvinnulíf og almenning. Með aukinni upplýsingamiðlun og þekkingu á þessu sviði dregur úr hættunni á samkeppnishindrunum og tjóni sem af því hlýst. Þetta starf gegnir lykilhlutverki í þessu verkefni.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum og nær árangri í starfi. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Haukur Guðmundsson -
[email protected]
-
585-0700
Karítas Margrét Jónsdóttir -
[email protected]
-
585-0700