Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Störf doktorsnema og nýdoktora við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Störf doktorsnema og nýdoktora við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Við leitum að áhugasömum doktorsnemum og nýdoktorum til að vinna að rannsóknaverkefnum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands.
Verkefnin, sem eru fjármögnuð til þriggja ára, eru eftirfarandi:
>> Greining á hlutverki hedgehog boðleiðarinnar í þroskun og starfsemi beina (Sara Sigurbjörnsdóttir - http://lifvisindi.hi.is/staff/sara-sigurbjornsdottir) >> Hlutverk utangenaerfða í starfsemi taugakerfisins (Hans Tómas Björnsson - https://notendur.hi.is/htb/index.htm) >> Hlutverk MITF umritunarþáttarins í svipgerðarbreytingum sortuæxla (Eiríkur Steingrímsson - http://lifvisindi.hi.is/staff/eirikur-steingrimsson)

Helstu verkefni og ábyrgð

Öll verkefnin munu nota nýjustu tækni og aðferðir svo sem CRISPR stökkbreytingar og framsýna stökkbreytiskimun, cut-and-run aðferðina til að greina bindiset protein í erfðamenginu, lífupplýsingafræðilegar greiningar gagna auk frumu og dýramódela. Eitt verkefnið felst algerlega í lífupplýsingafræði og verður unnið í samstarfi við Kasper D. Hansen við Johns Hopkins háskólann í Baltimore (https://www.hansenlab.org/).

Lífvísindasetur Háskóla Íslands (www.lifvisindi.hi.is) er samstarf allra þeirra sem vinna að lífvísindum við háskóla og stofnanir á Íslandi. Setrið hefur byggt alþjóðlega samkeppnishæfa aðstöðu til rannsókna á sviði lífvísinda en innan þess starfa á annað hundrað vísindamanna og nemenda.

Hæfnikröfur

  • Nýleg PhD (nýdoktorar) eða MS (doktorsnemar) próf í erfðafræði, sameindalíffræði, frumulíffræði, lífefnafræði, líftölfræði, lífupplýsingafræði eða skyldum greinum
  • Reynsla af rannsóknum á ofangreindum sviðum
  • Reynsla af því að vinna með tilraunadýr á borð við mýs og sebrafiska er æskileg
  • Góð þekking á tölvuvinnslu og gagnagreiningu
  • Góð enskukunnátta
  • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna í teymi Þeir sem sækja um doktorsstöður verða að uppfylla lágmarkskröfur sem gerðar eru til doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókninni:
» Lýsing á því hvernig umsækjandi uppfyllir ofangreind skilyrði, hvaða verkefnum þeir hafa áhuga á að vinna og hvernig þeir telja sig geta lagt til verkefnisins (2 bls hámark). » Ferilskrá. » Staðfestingar á útskriftum eftir því sem við á (BS, MS og doktorsgráður) og yfirlit yfir einkunnir. » Meðmælabréf frá fyrri leiðbeinendum. » Ritaskrá, ef við á. » Umsækjendur geta einnig skilað doktors eða meistararitgerðum og greinum ef við á að hámarki 5 slík skjöl.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Eiríkur Steingrímsson - [email protected] - 5254270
Hans Tómas Björnsson - [email protected] - 5435070

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira