Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Sálfræðingar í meðferðarteymi barna

Sálfræðingar í meðferðarteymi barna

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða tvo sálfræðinga í meðferðarteymi barna. Teymið er hluti af almennri sálfræðiþjónustu HSS, sem býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Framundan er mikil uppbygging og þróun á sálfræðiþjónustu HSS og munu sálfræðingar í barnateyminu taka virkan þátt í henni. Við leitum að sálfræðingum til að sinna sálfræðimeðferð barna með væg til miðlungs þung geðræn vandamál. Lögð er áhersla á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum við að metnaðarfullum sálfræðingum sem hafa áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstörf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Greining og meðferð á sálrænum vanda barna
Uppeldisráðgjöf til foreldra
Námskeiðahald fyrir fagfólk og skjólstæðinga
Þverfaglegt samstarf við aðrar fagstéttir innan HSS og utan, sem koma að líðan barna
Þátttaka í áframhaldandi uppbyggingu sálfræðiþjónustu HSS

Hæfnikröfur

Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við algengustu geðröskunum barna
Reynsla af greiningu og meðferð barna er æskileg
Reynsla af samstarfi við aðrar fagstéttir sem koma að málefnum barna er kostur
Sjálfstæð vinnubrögð
Góð samskipta- og samtarfshæfni
Góð íslenskukunnátta
Góð enskukunnátta er mikill kostur
Hreint sakavottorð er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Alma María Rögnvaldsdóttir - [email protected] - 4220500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira