Doktorsnemi í vistfræði
Doktorsnemi í vistfræði
Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands leitar að áhugasömum doktorsnema til þátttöku í rannsóknaverkefninu "Trapped in a degraded state" Tundra ecosystem responses to grazing cessation¿ (TRAPP). Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Rannís og mun rannsaka ferla sem hindra að hnignuð beitilönd nái heilbrigðari stigum við beitarfriðun. Aðstæður á Íslandi henta vel til þessara rannsókna þar sem aldalöng búfjárbeit hefur leitt til hnignunar vistkerfa á afréttum hálendisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Doktorsneminn mun rannsaka sérstaklega hvaða hlutverki mismunandi hópar plantna gegna við að viðhalda hnignunarstigi vistkerfanna eftir beitarfriðun og nota til þess bæði víðtæka svæðakönnun og vettvangstilraunir.
Rannsóknahópurinn og samstarf
Doktorsneminn mun taka þátt í alþjóðlegu rannsóknarteymi undir forystu Ingibjargar Svölu Jónsdóttur. Samstarfsaðilar eru Isabel C. Barrio, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bryndísi Marteinsdóttir, Landgræðslunni, Kari Anne Bråthen, Háskólanum í Tromsø, Noregi og David Hik, Simon Fraser háskólanum í Vancouver, Kanada auk fimm annarra innlendra og erlendra vísindamanna.
Hæfnikröfur
- Leitað er að áhugasömum nemanda með
- Meistarapróf í líffræði, vistfræði eða skyldum greinum.
- Góð þekking í grasafræði og vistfræði
- Leikni við tölfræðilega greiningu gagna (forritið R) er æskileg
- Reynsla af rannsóknum á örverum og beitingu sameindalíffræðilegra aðferða er kostur
- Reynsla af störfum í rannsóknastofu og við krefjandi aðstæður á vettvangi á hálendi Íslands er kostur Auk ofangreindra þátta þarf umsækjandi að hafa:
- Mjög gott vald á ensku, bæði ritaðri og talaðri
- Öguð vinnubrögð og skipulagshæfileika
- Góða samskiptafærni og getu til að vinna sem hluti af teymi
- Getu til að vinna sjálfstætt Í framhaldi af ákvörðun um ráðningu þarf viðkomandi að sækja formlega um doktorsnám í Háskóla Íslands.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að neminn geti hafið störf sem allra fyrst eða í síðasta lagi í apríl 2021.
Umsókninni skal fylgja
>> Stutt bréf (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn og markmiði sínu með doktorsnáminu.
>> Ferilskrá með upplýsingum um menntun, rannsókna- og vinnureynslu.
>> Staðfest afrit af prófskírteinum (grunn- og meistaranám) og einkunnadreifing.
>> Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda ásamt lýsingu á tengslum þeirra við umsækjandann.
>> Yfirlit yfir birtingar, ef einhverjar.
>> Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, [email protected]
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Svala Jónsdóttir - [email protected] - 5254333