Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknir

Doktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Doktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Auglýst er eftir metnaðarfullum og drífandi doktorsnema til rannsókna á sameindaferlum og stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum músa við Háskóla Íslands.
Verkefnin hafa hlotið styrk frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Áætlað er að verkefnið hefjist í september 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnið verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt mun neminn vera tengdur við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Við námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalíffræði. Námsbrautin býður upp á tækifæri í rannsóknum og menntun í örvandi umhverfi fyrir nemendur sem vinna að meistara- eða doktorsgráðu.

Neminn mun rannsaka stjórnun umritunar við frumusérhæfingu, með það að markmiði að varpa ljósi á sameindaferla þá sem stjórna frumusérhæfingu á frumfóstursskeiði. Rannsóknirnar munu meðal annars miða við erfðamengisgreiningar (genome wide assays) eins og mótefnafellingar litnis og rannsóknir á genatjáningu þar sem notast verður við háhraðaraðgreiningu. Að auki verður notast við hefðbundnari sameindalíffræðilegar, lífefnafræðilegar og frumulíffræðilegar aðferðir auk CRISPR-Cas9 erfðabreytingartækninnar. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Heimasíðu rannsóknarhópsins má finna á http://magnuslab.is/.

Hæfnikröfur

  • Meistarapróf í lífefnafræði, sameindalífvísindum eða skyldum greinum.
  • Reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu við sameindalíffræði og frumulíffræði.
  • Færni og reynsla í vinnu við frumuræktir spendýrafruma.
  • Góð tölvufærni æskileg.
  • Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptafærni.
  • Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
» Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir því hvernig hann uppfyllir skilyrði auglýsingarinnar. Auk þess skal lýst áhuga viðkomandi fyrir verkefninu og hvað hann getur lagt af mörkum til þess. » Ferilskrá. » Staðfest afrit af prófskírteinum (grunn- og meistaranám) og einkunnadreifing. » Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann). » Yfirlit yfir birtingar, ef við á » Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Erna Magnúsdóttir - [email protected] - 525 4238

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira