Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Sérfræðilæknir í myndgreiningu

Sérfræðilæknir í myndgreiningu

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis á röntgendeild Landspítala frá 1. apríl 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn sérfræðilæknisstörf á röntgendeild Landspítala
  • Sérfræðiráðgjöf á Landspítala og til annarra stofnana og fagaðila
  • Kennsla og leiðsögn fyrir heilbrigðisstarfsmenn
  • Vísindarannsóknir tengdar sérgreininni
  • Þátttaka í vöktum sérfræðilækna

Hæfnikröfur

  • Íslenskt sérfæðileyfi í myndgreiningu
  • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af röntgenlækningum
  • Reynsla af kennslu og vísindastörfum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila

Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum
» Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
» Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
» Yfirlit yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er fyrsti höfundur að
» Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis (sækja skjalið hér) og sendið sem fylgiskjal.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 11.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Pétur Hörður Hannesson - [email protected] - 824 5322

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira