Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík laus staða lífeindafræðings
Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík laus staða lífeindafræðings
Lífeindafræðingur óskast til starfa á rannsóknardeild HSN á Húsavík, um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% og felst starfið í dagvinnu og bakvöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun maí 2021 eða eftir samkomulagi. Á rannsóknarstofunni eru gerðar allar helstu rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði. Deildin þjónustar aðrar starfseiningar HSN frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Í dag eru starfsmenn rannsóknarstofunnar þrír lífeindafræðingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við þjónusturannsóknir á sjúklingasýnum - Blóðsýnatökur - Skráning í FlexLab og upplýsingakerfi HSN - Virk þátttaka í gæðastarfi og kennslu - Stuðla að góðri þjónustu
Hæfnikröfur
- Íslenskt starfsleyfi lífeindafræðings - Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg - Starfsreynsla lífeindafræðings æskileg - Faglegur metnaður - Sjálfstæði í vinnubrögðum - Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni - Jákvæðni og samskiptahæfni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Snædís Birna Björnsdóttir - [email protected] - 464 0546/840 0714