Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar í heimahjúkrun HSS

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast í sumarafleysingar í heimahjúkrun HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða og sjúkraliðanema í afleysingastörf í sumar í heimahjúkrun. Um er að ræða vaktavinnu á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér að veita viðtæka hjúkrun í heimahúsum. Sjúkraliðar bera ábyrgð á að vinna samkvæmt hjúkrunaráætlun sem lögð er til grundvallar hjúkrunarmeðferð skjólstæðings. Starfið er fjölbreytt og krefjandi með skemmtilegu og metnaðarfullu samstarfstarfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.

Hæfnikröfur

Íslenskt sjúkraliðaleyfi eða staðfesting á sjúkraliðanámi frá skóla
Faglegur metnaður og áhugi á að vinna í heimahjúkrun
Mikil samskiptahæfni
Sjálfstæði í starfi
Jákvætt og hlýtt viðmót
Reynsla af heimahjúkrun æskileg
Hreint sakavottorð
Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Starfsmenn í heimahjúkrun þurfa að hafa gilt bílpróf og bíl til umráða. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Blöndal - [email protected] - 4220500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira