Sérfræðingur
Sérfræðingur
Við leitum að öflugum heilbrigðismenntuðum sérfræðingi í eftirlitsdeild á þjónustusviði Sjúkratrygginga Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf við eftirlit með samningum og þjónustuveitendum ásamt tilheyrandi upplýsingagjöf og leiðsögn. Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í eftirliti með veitendum heilbrigðisþjónustu og öðrum viðsemjendum eftir því sem við á - Samstarf með aðilum innan og utan SÍ vegna eftirlits, undirbúnings og framkvæmdar - Samskipti við veitendur þjónustu vegna eftirlits og úttekta - Samstarf við aðrar einingar SÍ um þau atriði sem ætlað er að stuðla að gæðum, árangri og hagkvæmni þjónustunnar - Greining og vinnsla sjúkraskrárgagna og tölulegra gagna - Gerð eftirlitsskýrslna, úttekta, bréfaskriftir og kynningar ásamt skjölun upplýsinga
Hæfnikröfur
- Heilbrigðismenntun og íslenskt starfsleyfi í faginu, menntun á sviði hjúkrunar- eða læknisfræði er æskileg - Góð þekking og reynsla af vinnslu tölulegra gagna - Góð þekking á RAI mati er æskileg - Reynsla af störfum innan opinberrar stjórnsýslu - Þekking á lagaumhverfi sjúkratrygginga - Góð þekking á Excel og/eða Power BI - Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti, þekking á Norðurlandatungumáli kostur - Vönduð og áreiðanleg vinnubrögð sem og sjálfstæði í starfi - Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi og hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi - Lipurð í samskiptum og rík þjónustulund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar: www.sjukra.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Ari Matthíasson -
[email protected]
-
515-0000
Júlíana Hansdóttir Aspelund -
[email protected]
-
515-0000