Verkefnastjóri í tölvunarfræðikennslusamstarfi HA og HR
Verkefnastjóri í tölvunarfræðikennslusamstarfi HA og HR
Tölvunarfræðin við Háskólann á Akureyri leitar að verkefnastjóra. Um er að ræða ótímabundið starf í 100% starfshlutfalli. Starf verkefnastjóra í tölvunarfræði er hýst við Viðskipta- og raunvísindasvið HA. Næsti yfirmaður er verkefnastjóri tölvunarfræði við HA. Starfstöðin er að Borgum, rannsóknarhúsi á háskólasvæðinu á Akureyri. Mjög æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 11. mars 2021 eða sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjórinn sinnir kennslu í dæma- og verkefnatímum við tölvunarfræði Háskólans á Akureyri/Háskólans í Reykjavík. Einnig sinnir hann og leiðbeinir nemendahópum í 3 vikna lotum. Starfið fer fram á Akureyri í nánu samstarfi við aðalkennara námskeiðanna sem koma flest úr Háskólanum í Reykjavík og fer fram undir stjórn verkefnastjóra tölvunarfræði við HA. Hann tekur þátt í öðrum verkefnum tölvunarfræðinnar sem honum eru falin.
Hæfnikröfur
- B.Sc. í Tölvunarfræði er skilyrði, kostur ef það er frá Háskólanum í Reykjavík.
- Reynsla af kennslu í tölvunarfræði er skilyrði, kostur ef það er frá Háskólanum í Reykjavík.
- Góður námsárangur úr námi í tölvunarfræði er skilyrði.
- Góð færni til að tjá sig á íslensku og ensku er nauðsynleg.
- Góð færni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg, einnig er krafist góðrar færni í að miðla þekkingu, skipulagshæfni ásamt sjálfstæði í starfi.
Umsókn skal fylgja:
- Prófskírteini og námsferill með einkunnum úr tölvunarfræði.
- Yfirlit yfir kennslureynslu og þá sérstaklega hvaða námskeið umsækjandi hefur kennt í tölvunarfræði.
- Kynningarbréf þar sem gerð í grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
- Tilnefna skal a.m.k. einn meðmælanda úr fyrra starfi.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og þar starfa um 200 starfsmenn og rúmlega 2500 nemendur stunda nám við háskólann.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Jónsson - [email protected] - 4608097