Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið

Doktorsnemi í eðlisfræði

Doktorsnemi í eðlisfræði

Auglýstar eru tvær stöður doktorsnema við Raunvísindadeild, Háskóla Íslands vegna verkefnisins: Aflflutningur til rafeinda og rafgasefnafræði rýmdarafhleðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnið snýst um að kanna hitunarferli rafeinda í rafgasi rafneikvæðrar rýmdarafhleðslu með flókinni efnafræði. Hreyfifræði rafeinda og hitunaferlið eru lykilatriði í virkni rýmdarafhleðslu þar sem þau ákvarða jónun og myndun hvarfgjarnra agna. Við notum 1d-3v ögn-í-sellu Monte Carlo árekstra aðferðina til að kanna eiginleika afhleðslunnar. Þrátt fyrir víðtæka notkun rýmdarafhleðsla og fjölbreytt notkunasvið er verkun þeirra ekki að fullu skilin. Skilningur er umtalsvert takmarkaðri þegar kemur að rýmdarafhleðslu sem drifin er á tveimur eða fleiri tíðnum. Slíkar afhleðslur hafa orðið æ vinsælli í iðnaði á undanförnum áratug. Verkefnið er til þriggja ára og er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á http://langmuir.raunvis.hi.is/~tumi/plasma.html. Hluti verkefnisins er að kynna niðurstöður sínar með fyrirlestrum á alþjóðlegum ráðstefnum og ritun greina í viðurkennd vísindatímarit.

Hæfniskröfur

>> Umsækjendur skulu hafa meistarapróf í eðlisfræði, efnaverkfræði, eðlisverkfræði, rafmagnsverkfræði, eða efnisvísindum. >> Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum. >> Reynsla af því að halda fyrirlestra og kynningar æskileg. >> Góð enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli. >> Góður bakgrunnur í rafsegulfræði og atómeðlisfræði. >> Færni í notkun MATLAB, c++ og LaTeX. 
Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 15. júní 2021. 
Umsókninni skal fylgja i) kynnisbréf (ekki lengra en 3 bls) þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað hann/hún hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess. Til viðbótar skal fylgja; (ii) ferilskrá, (iii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistarapróf), og (iv) tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila. 
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2 
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands 
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jón Tómas Guðmundsson - [email protected] - 5254946

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira