Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisþjónusta

Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. SAk er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Sjúkrahúsið er alþjóðlega vottað af DNV-GL og styðst við ISO vottað gæðakerfi. Staðan er frá 1. Júlí 2021 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Oddur Ólafsson forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfinu fylgir hefðbundin vinna í svæfingu og gjörgæslu, deyfingar við fæðingar og þjónusta við sjúklinga á bráðamóttöku eftir þörfum. Æskilegt er að umsækjandi sé reiðubúinn að starfa sem fluglæknir við sjúkraflug. Einnig fylgir starfinu þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun ungra lækna og gæðavinnu. Möguleiki er á rannsóknarvinnu.

Hæfniskröfur

Fullgild réttindi í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna (ALS) og barna (EPLS). Kostur væri að hafa lokið námskeiði í meðhöndlun fjöláverkasjúklinga svo sem European Trauma Course (ETC) eða Advanced Trauma Life Support (ATLS). Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu, ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.Krafa er gerð um íslensku- eða enskukunnáttu samsvarandi stigi C1 í samevrópska tungumálastaðlinum (CEFRL).

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Oddur Ólafsson - [email protected] - 4630100
Sigurður Einar Sigurðsson - [email protected] - 4630100

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira