Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið

Yfirfélagsráðgjafi á Landspítala

Yfirfélagsráðgjafi á Landspítala

Laus er til umsóknar staða yfirfélagsráðgjafa í kjarna geðþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið veitt frá 1. júní 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða yfirmann félagsráðgjafa sem veita þjónustu á klínískum sviðum Landspítala utan BUGL. Næsti yfirmaður er forstöðumaður geðþjónustu.

Leitað er eftir félagsráðgjafa með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu félagsráðgjafa á Landspítala þar sem sjúklingur er í öndvegi, leiða umbótastarf og eflingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur.

Helstu verkefni og ábyrgð

Félagsráðgjafi hefur þríþætta ábyrgð stjórnanda í samráði við forstöðumann geðþjónustu og framkvæmdastjóra meðferðarsviðs:

 • Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, þróun og skipulagi félagsráðgjafar á Landspítala 
 • Stuðlar að þekkingarþróun og kennslu og hvetur til vísindastarfa
 • Fjárhagslega ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði og áætlanagerð einingarinnar
 • Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna

Hæfniskröfur

 • Íslenskt starfsleyfi félagsráðgjafa
 • Þekking á sjúkrahúsfélagsráðgjöf æskileg
 • Farsæl starfsreynsla sem félagsráðgjafi 
 • Viðbótamenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar
 • Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
 • Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um: 
» Fyrri störf, menntun og hæfni 
» Félagsstörf og umsagnaraðila 

Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfi 
» Ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið

Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og framlagðra gagna. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, félagsráðgjafi, yfirfélagsráðgjafi

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Nanna Briem - [email protected] - 543 1000
Sigríður Edda Hafberg - [email protected] - 543 4453

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira