Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið

Diplómanám í bráðalækningum á bráðamóttöku Landspítala

Diplómanám í bráðalækningum á bráðamóttöku Landspítala

Auglýstar eru tvær stöður lækna til 18 mánaða diplómanáms á bráðamóttöku Landspítala. Námið fer fram samkvæmt marklýsingu Australasian College for Emergency Medicine (ACEM) og veitir fullnægjandi þjálfun til að læknir geti lokið því með Emergency Medicine Advanced Diplóma viðurkenningu. 

Miðast námið sérstaklega að því að veita þjálfun til að sinna slysum og bráðum veikindum á smærri heilbrigðisstofnunum í dreifbýli. Landspítali er viðurkenndur kennslustaður til þessa náms af ACEM.

Frekari upplýsingar um námið og kröfur eru aðgengilegar hér.

Á bráðamóttöku Landspítala starfar öflugt fagfólk sem hefur metnað til að veita landsmönnum örugga bráðaþjónustu. Bráðamóttakan sinnir bráðveikum og slösuðum og einnig einstaklingum með minniháttar áverka og veikindi. Bráðamóttaka Landspítala býður upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.

Starfshlutfall er 100% og er upphafstími ráðningar 1. september 2021. Tímalengd ráðningar er 18 mánuðir eða samkvæmt samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og meðferð sjúklinga við bráð veikindi eða slys
  • Handleiðsla kandidata og sérnámslækna
  • Þátttaka í kennslu og umbótaverkefnum

Hæfniskröfur

  • Íslenskt sérfræðileyfi í heilsugæslulækningum, lyflækningum, skurðlækningum, svæfinga- og gjörgæslulækningum eða barnalækningum
  • Reynsla af störfum við héraðslækningar og áhugi á að taka þátt í uppbyggingu bráðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
  • Hæfni og geta til að vinna í teymi
  • Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila 

Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
» Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum. 
» Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed. 
» Kynningarbréf með persónulegum markmiðum umsækjenda varðandi starfið auk rökstuðnings fyrir hæfni.
» Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Umsækjandi sækir skjalið hér og vistar, fyllir það út og sendir með umsókn.

Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum eftir því sem við á. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérfræðilæknir, diplómanám

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Hjalti Már Björnsson - [email protected] - 543 1000
Mikael Smári Mikaelsson - [email protected] - 543 1000

Ath. fylla skal einnig út umsókn um læknisstöðu hér hjá Embætti landlæknis

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira