Tölvulífeindafræðingur/ tölvunáttúrufræðingur á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
Tölvulífeindafræðingur/ tölvunáttúrufræðingur á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
Laust er til umsóknar starf tölvulífeindafræðings/ tölvunáttúrufræðings við erfða- og sameindalæknisfræðideild á rannsóknaþjónustu Landspítala.
Á erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) fer fram fjölbreytt starfsemi. ESD veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu og er hún eina deildin sinnar tegundir á Íslandi. Deildin rekur sérhæfðar rannsóknarstofur til að greina erfðasjúkdóma, meta erfðaáhættu og í fósturskimun og nýburaskimun. Notaðar eru margvíslegar rannsóknartegundir í lífefnaerfðafræði, sameindaerfðafræði, litningarannsóknum og erfðamengisrannsóknum. Á ESD er einnig göngudeild og erfðaráðgjafareining.
Á ESD fer fram öflug kennsla, þjálfun og vísindarannsóknir í samvinnu við ýmsa aðila innan og utan spítalans. Deildin er í formlegum tengslum við lífefna- og sameindalíffræðasvið læknadeildar Háskóla Íslands og í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu.
Vinnuandinn á deildinni einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda. Unnið er í öflugum þverfaglegum teymum innan og utan deildar og í nánu samstarfi við aðrar starfsemi spítalans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með tölvukerfum fyrir rannsóknarstofur ESD
- Þróun, uppsetning og innleiðing nýrra rannsóknarstofukerfa
- Ráðgjöf, þjálfun og stuðningur við starfsmenn á sínu sérsviði
- Samskipti við þjónustuaðila kerfa, innan stofnunar og utan
- Stefnumótun og þróun þjónustu í samráði við stjórnendur
- Vinna á rannsóknarstofum
- Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af yfirmanni
Hæfniskröfur
- Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur í heilbrigðisþjónustu
- Þekking á rannsóknarstofukerfum
- Hæfni til að sinna verkefnum starfsins og mannlegum samskiptum sem þeim tengjast
- Vilji til frekari sérhæfingar í samráði við stjórnendur deildarinnar
- Góð tölvukunnátta
- Góð færni í íslensku og ensku
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2021
Nánari upplýsingar veitir
Jón Jóhannes Jónsson - [email protected] - 824 5917