Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið

Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi

Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi

Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa á vöknun Landspítala í Fossvogi. Um er að ræða tímabundið afleysingastarftil eins árs. Unnið er í vaktavinnu og er starfið laust 1. maí 2021 eða eftir nánara samkomulagi. 

Starfið er mjög fjölbreytt og snýr að því að sinna bæði börnum og fullorðnum eftir skurðaðgerðir, einnig leggjast þar inn sjúklingar eftir aðrar rannsóknir gerðar í svæfingu eða deyfingu. Við bjóðum einstaklingsmiðaða þjálfun, á góðum vinnustað þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, fagmennsku og starfsþróun. Á vöknun starfa u.þ.b. 20 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar.

Vöknun er sólarhringsdeild og tilheyrir svæfingu í Fossvogi þar sem unnið er í góðu samstarfi í þverfaglegu teymi fjölmarga fagmanna spítalans. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að veita nákvæmt eftirlit eftir aðgerðir/ rannsóknir og annað inngrip hjá sjúklingum
  • Ákveða, skrá og veita hjúkrunarmeðferð í samræmi við þarfir skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð samkvæmt starfslýsingu og vinnureglum deildar
  • Þátttaka í teymisvinnu og umbótastarfi deildar
  • Aðstoð við undirbúning og ísetningu deyfinga, æðaleggja og verkjameðferða

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Faglegur metnaður
  • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

María Garðarsdóttir - [email protected] - 825 3810
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir - [email protected] - 691 7823

Handleiðsla og fræðsla á starfsþróunarári (myndskeið)

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira