Sálfræðingur
Sálfræðingur
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing til að sinna verðandi og nýbökuðum mæðrum og nýbökuðum foreldrum sem þurfa sálfræðilega aðstoð. Um hlutastarf er að ræða. Sálfræðingurinn kemur með til að sinna sálfræðmeðferð og ráðgjöf fyrir konur með geðræn vandamál, sem eru barnshafandi eða á fyrsta ári eftir fæðingu. Staðan er hluti af sálfélagslegri þjónustu HSS, sem býður upp á mat og meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lögð er áhersla á að þróa þjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og leitum við því að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greining og meðferð
Uppeldisráðgjöf
Hópastarf
Teymisvinna
Þverfaglegt samstarf við aðrar fagstéttir innan HSS og utan, sem koma að mæðra- og ungbarnavernd
Þátttaka í stefnumótun sálfræðiþjónustu HSS
Hæfniskröfur
Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
Góð íslenskukunnátta
Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við algengustu geðröskunum fullorðinna
Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna er æskileg
Áhugi á sálmeinafræði barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra er æskilegur
Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk samskiptahæfni og sveigjanleika
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.04.2021
Nánari upplýsingar veitir
Óttar Guðbjörn Birgisson - [email protected] - 4220500