Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið

Þrjú störf doktorsnema í byggingarverkfræði á sviði jarðskjálftaverkfræði

Þrjú störf doktorsnema í byggingarverkfræði á sviði jarðskjálftaverkfræði

Þrjú störf doktorsnema í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands eru laus til umsóknar. Störfin eru til þriggja ára og er miðað við þau hefjist á haustmisseri 2021. Öll störfin tengjast sama rannsóknaverkefninu sem snýr að jarðskjálftaáhættugreiningu á Íslandi. Verkefnið hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Rannís (www.rannis.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

VerkefniJarðskjálftaáhætta á Íslandi                                                   

Jarðskjálftavá á Íslandi er há og sambærileg við þau svæði í Suður Evrópu þar sem hún er hæst. Jarðfræði Íslands er ung og sérstök og hefur mótast af flekahreyfingum, eldvirkni og jöklum. Frá aldamótum hafa þrír stórir jarðskjálftar orðið á Suðurlandi, tveir skjálftar af stærðinni 6,5 (Mw) í júní 2000 og einn skjálfti af stærðinni 6,3 (Mw) í maí 2008. Allir þessir skjálftar voru með upptök nærri byggðum svæðum þar sem finna má byggingar og alla innviði sem einkenna nútíma þjóðfélag.  Mikið af jarðskjálftagögnum og tjónagögnum voru skráð í og eftir þessa atburði. Gögnin eru ítarleg og einstök á alþjóðlegum mælikvarða. Meginmarkmið rannsóknaverkefnisins er að  búa til vísindalega og verkfræðilega þekkingu sem nýtist við jarðskjálftaáhættugreiningu og við jarðskjálftahönnun á íslenskum mannvirkjum. Verkefnið skiptist í þrjá vinnupakka (VP), einn sem snýr að jarðtækni, annar sem er helgaður jarðskjálftaálagi, og sá þriðji tengist tjónnæmi mannvirkja með tilliti til jarðskjálftaáraunar. 

 

Rannsóknahópur

Rannsóknahópurinn er leiddur af þremur starfsmönnum við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Prófessor Sigurður Erlingsson mun leiða starf 1, prófessor Rajesh Rupakhety starf 2, og prófessor Bjarni Bessason starf 3. Auk þeirra munu nokkrir innlendir og erlendir sérfræðingar tengjast verkefninu. 

Hæfniskröfur

Almennar kröfur til allra starfanna:

 • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna í teymi.
 • Góð færni í ritaðri og talaðri ensku.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð kunnátta í forritun, t.d. í Matlab, Python eða sambærilegum forritunarmálum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Starf 1: Staðbundnir eiginleikar jarðvegs með tilliti til jarðskjálftáhrifa (VP1) 

Þessi vinnupakki snýr að ákvörðun á staðbundum eignleikum jarðvegs með tilliti til jarðskjálftaáhrifa. Rannsóknavinnan felst í vettvangsmælingum á stífni jarðvegs sem og mælingum á rannsóknastofu á jarðvegssýnum, gerð tölvulíkana til að herma staðbundna sveiflumögnun og þróun aðferða til að flokka jarðvegsaðstæður með tilliti til jarðskjálftaáhrifa.

Sérstakar kröfur fyrir starf 1  

 • MS gráða í byggingarverkfræði (jarðtækni, jarðskjálftaverkfræði, burðarþolsfræði) eða á öðru sambærilegu sviði. 
 • Reynsla eða þekking í vettvangsmælingum og/eða jarðtæknirannsóknum á rannsóknastofu.
 • Áhugi á tölulegri líkanagerð af jarðvegi. 
 • Færni í beitingu einingaaðferðarinnar (FEM).

Ef óskað er frekari upplýsinga um starfið  er umsækjendum bent á að hafa samband við prófessor Sigurður Erlingsson ([email protected]). 

 

Starf 2: Líkanagerð og hermun á sviðsettum jarðskjálftahreyfingum (VP2)

Þessi vinnupakki snýr að hermun á jarðskjálftahreyfingnum þar sem byggt verður á þrívíðum eðlisfræðilegum tölulegum líkönum sem taka tillit til upptaka jarðskjálfta, bylgjuútbreiðslu og staðbundinna áhrifa. Meginviðfangsefnið snýr að því að kvarða slík töluleg líkön fyrir íslenskar aðstæður, sannreyna líkönin með fyrirliggjandi gögnum og í framhaldinu að herma sviðsetta atburði sem í ljósi sögunnar skipta máli við jarðskjálftahættumat.

Sérstakar kröfur fyrir starf 2

 • MS gráða í byggingarverkfræði (jarðskjálftaverkfræði, verkfræðilegri jarðskjálftafræði, jarðtækni, burðarþolsfræði) eða á öðru sambærilegu sviði. 
 • Þekking á yfirborðshreyfingum jarðskjálfta og líkanagerð. 
 • Þekking á jarðskjálftavá.
  • Reynsla eða þekking á eðlisfræðilegum reiknilíkönum sem notuð eru til að herma  yfirborðshreyfingar af völdum jarðskjálfta er æskileg.

Ef óskað er frekari upplýsinga um starfið  er umsækjendum bent á að hafa samband við prófessor Rajesh Rupakhety ([email protected]). 

 

Starf 3: Mat á tjónnæmi mannvirkja með tilliti til jarðskjálfta (VP3)

Þessi vinnupakki snýr að rannsaka og þróa tjónnæmislíkön og tjónastigsföll  fyrir íslenskar byggingar og brýr.  Töluleg líkön sem byggja á ólínulegum greiningum með einingaaðferðinni verða notuð ásamt tölfræðilegum líkönum sem verða kvörðuð með fyrirliggjandi tjónagögn frá nýlegum stórum jarðskjálftum á Íslandi.  

       Sérstakar kröfur fyrir starf  3 

 • MS gráða í byggingarverkfræði (jarðskjálftaverkfræði, burðarþolsfræði) eða á öðru sambærilegu sviði.
 • Góð þekking á jarðskjálftaverkfræði og jarðskjálftavá.
 • Færni í notkun á einingaaðferðinni.  
  • Reynsla eða þekking í að beita sérhæfðum hugbúnaði við ólínulegu tímaraðagreiningu járnbentum steinsteyptum burðarvirkjum er æskileg (OpenSees, SeismoStruct, o.s.frv.).

Ef óskað er frekari upplýsinga um starfið  er umsækjendum bent á að hafa samband við prófessor Bjarna Bessason ([email protected]). 

 

Umsóknarferli

Miðað er við að verkefnið hefjist haustið 2021 (September). 

Umsóknaferlið er í þremur skrefum:

 1. Umsækjandi tilgreinir hvaða starf (störf) hann hefur mestan áhuga á og skilar inn umsókn sem skal innihalda i) umsóknarbréf, ii) ferilskrá, iii) afrit af prófskírteinum (BS og MS), iv) eina blaðsíðu um áhuga á rannsóknum, v) og upplýsingar um tvo umsagnaraðila, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá.
 2. Umsóknir verða yfirfarnar og þeir umsækjendur sem teljast best hæfa viðkomandi starfi verða teknir í netviðtöl (Zoom, MS Teams). 
 3. Þeim umsækjendum sem verður boðið doktorsstarf verða síðan að senda formlega doktorsnámsumsókn til Háskóla Íslands. Á þessu stigi verður að senda vottuð afrit af öllum prófskírteinum.

 

Aðrar upplýsingar

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Bjarni Bessason - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira