Starfsnám
Starfsnám
Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám sem ætlað er fólki sem hefur lokið BA/BS-gráðu og stundar eða hefur nýlokið meistaranámi í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar.
Markmiðið er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar.
Um er að ræða sex mánaða tímabil, frá júlí til desember 2021. Starfsnámið fer fram á aðalskrifstofu ráðuneytisins eða starfsstöð utanríkisþjónustunnar erlendis.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni
Aðstoð við starfsfólk ráðuneytisins í margvíslegum málefnum utanríkisþjónustunnar.
Hæfniskröfur
Menntunar- og hæfnikröfur
- BA / BS gráða eða sambærileg menntun í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar.
- Þjónustulund, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Færni í mannlegum samskipum.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku.
- Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur.
- Góð tæknikunnátta er skilyrði.
- Mjög góð aðlögunarhæfni.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Starfsnám hjá utanríkisráðuneytinu er launað og þiggja starfsnemar laun skv. kjarasamningi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til sex mánaða.
Umsóknargögn og frekari hæfnikröfur:
- Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá (hámark 2 bls.) ásamt kynningarbréfi (hámark 1 bls.) á íslensku og einkunnum úr háskólanámi. Umsóknir þar sem kynningarbréf eða ferilskrá eða hvort tveggja vantar, eða eru á erlendum tungumálum, verða ekki teknar til greina.
- Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður litið sérstaklega til gæða umsóknargagna.
- Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnikrafna, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er.
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Hlekk á skipulag ráðuneytisins má finna hér: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/skipulag/
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2021
Nánari upplýsingar veitir
Björg Torfadóttir -
bjorg.torfad[email protected]
Anna Ósk Kolbeinsdóttir -
[email protected]