Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar á starfsþróunarár Landspítala 2021-2022

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar á starfsþróunarár Landspítala 2021-2022

Hefur þú áhuga á virkri starfsþróun á fyrsta árinu þínu í starfi? Værir þú til í stuðning við að fóta þig sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur? Langar þig að kynnast öðrum sem eru í sömu sporum og þú?

Landspítali býður nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem ráða sig til starfa að taka þátt í starfsþróunarári hjúkrunar á Landspítala. Samhliða hjúkrunarstarfinu er boðið upp á skipulagða aðlögun, starfsþróun, stuðning í starfi og ráðgjöf. Vinnusmiðjur, umræðufundir, hermiþjálfun og fyrirlestrar eru á dagskrá yfir veturinn. Starfshlutfall er 80-100% með einhverjum undantekningum.

Menntadeild Landspítala skipuleggur starfsþróunarárið með hliðsjón af stöðlum frá American Association of Colleges of Nursing. 

Markmið starfsþróunarárs

  • Auka öryggi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í starfi
  • Auka hæfni til að takast á við áskoranir starfsins
  • Stuðla að auknum gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga
  • Auka starfsánægju og festu í starfi
  • Efla faglegar áherslur og fjölbreytni í hjúkrun

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga
  • Bera ábyrgð á meðferð samkvæmt starfslýsingu

Hæfniskröfur

  • Hafa lokið námi í hjúkrunarfræði sem veitir starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi eigi síðar en október 2021
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Frá september 2021 mun um 10% af starfshlutfalli viðkomandi verða helgað starfsþróun. Starfsþróunarárið hefur tvo upphafsdaga, 7. júní fyrir þá sem byrja að starfa í sumar en í byrjun október fyrir þá sem byrja á haustönn. 

Starfsþróunarárið er að meðaltali tveir dagar í mánuði. Starfsþróunarárinu lýkur í apríl 2021. 

Þeir sem þegar hafa ráðið sig til starfa geta, í samráði við deildarstjóra, skráð sig á starfsþróunarár hjá menntadeild [email protected] eða [email protected] 

Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jóhanna Lind Guðmundsdóttir - [email protected] - 543 7702
Kristín Salín Þórhallsdóttir - [email protected] - 543 1473

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira