Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið

Doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði

Doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema við Félagsvísindasvið (Hagfræðideild) og Verkfræði og náttúruvísindasvið (Líf- og umhverfisvísindadeild), Háskóla Íslands í tengslum við verkefnið Sjálfbært heilsusamlegt matarræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsækjendum er boðið að sækja um verkefni sem felur í sér að meta félagshagfræðilegar afleiðingar þess að auka sjálfbærni matvælaframleiðslu og matarvenja á Íslandi. Áhersla doktorsverkefnisins er að meta hagrænan ávinning og kostnað af breyttum matarvenjum og framleiðslu matvæla á Íslandi með áherslu á áhrif á náttúrugæði. Verkefnið mun tengjast öðrum verkþáttum í verkefninu svo sem lífsferilsgreiningum af frameiðslu matvæla á Íslandi. 

Doktorsverkefnið sem er í boði, er hluti af verkefninu Sjálfbært heilsusamlegt matarræði: Vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af RANNÍS innan Markáætlunar um samfélagslegar áskoranir.

Nemandinn mun hafa aðal-aðsetur við Umhverfis- og auðlindafræði í Hagfræðideild Háskóla Íslands og starfa undir aðalumsjón David Cook, nýdoktors, Brynhildar Davíðsdóttur prófessors við Umhverfis- og auðlindafræði og Ólafs Ögmundarsonar aðjúnkts við Matvæla og næringarfræðideild. Doktorsneminn mun verða hluti af þverfaglegu teymi, sem samanstendur af mastersnemum, doktorsnemum og nýdoktorum og mun taka þátt í samstarfi fræðimanna úr næringarfræði, þjóðfræði og umhverfishagfræði, landbúnaði, verkfræði og náttúruvísindum og lífsferilgreiningu, bæði innlendum sem erlendum.

Umhverfis- og auðlindafræði tilheyrir öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. (https://www.environment.hi.is).

Hæfniskröfur

 • M.Sc. (eða samsvarandi) í umhverfis- og auðlindafræði, umhverfishagfræði, hagfræði, umhverfisstjórnun eða skyldum greinum
 • Þekking á flokkun náttúrugæða (ecosystem services) og greiningarkerfum sem og gagnabönkum svo sem "Ecosystem Services Valuation Database"
 • Þekking og reynsla (má vera frá námskeiðum á Háskólastigi) á sviði hagrænna greininga á náttúrugæðum með sérstakri áherslu á þekkingu á skilyrtu verðmætamati eða valtilraunum
 • Þekking og reynsla af lífsferilsgreiningum er kostur, en getur einnig verið uppfyllt meðan á námi stendur
 • Góðir tölvu- og gagnagreiningarhæfileikar
 • Færni í skrifaðri og talaðri ensku
 • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi

Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Umsóknum skal fylgja: 

 • Fylgibréf (að hámarki 3 blaðsíður), þar sem lýst er markmiðum umsækjanda, áhuga þeirra á verkefninu og hvernig þeir telja að þeir geti lagt sitt af mörkum til verkefnisins, svo og hvernig þeir uppfylla umsóknarskilyrðin.
 • Ferilskrá.
 • Staðfest afrit af prófgráðum (BSc, MSc eða samsvarandi) og einkunnum.
 • Tengiliðsupplýsingar (heimilisfang, símanúmer, tölvupóstur) fyrir tvo umsagnaraðila (og tengsl umsækjanda og meðmælenda).
 • Listi yfir vísindalegar birtingar og kynningar, ef við á.
 • Umsækjendur geta einnig lagt fram MSc ritgerð sína sem PDF skjal.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ákvörðun um ráðningu þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.

Nánari upplýsingar um Háskóla Íslands er að finna á vefsíðu Háskóla Íslands, www.hi.is.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Brynhildur Davíðsdóttir - [email protected]
David Cook - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira