Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaVestfirðir

Sérnámslæknar í heimilislækningum

Sérnámslæknar í heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á norðanverðum Vestfjörðum auglýsir lausa til umsóknar sérnámsstöðu í heimilislækningum. Sérnámsstaðan veitist frá 15.8.2021 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki Inntöku og framgangsnefndar (samkvæmt viðmiðunarreglum/marklýsingu). 

Sérnámið:

Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára á Íslandi og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérfræðináminu.

Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item33037/vidurkenning-a-marklysingu-fyrir-sernam-i-heimilislaekningum-a-islandi-

Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu handleiðara sem er sérfræðingur í heimilislækningum og fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann.
Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við handleiðara og kennslustjóra sérnáms.

Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 ár. Starfshlutfall er 100%

Kostir sérnáms

 • Einstaklingsmiðuð námsáætlun
 • Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga
 • Blokkasamningur við Landspítala varðandi spítalahluta sérnámsins
 • Hópkennsla hálfan dag í viku
 • Þátttaka í rannsóknar- eða gæðastarfi
 • Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan
 • Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi

Nánari upplýsingar um sérnámið veitir Elínborg Bárðadóttir, kennslustjóri sérnáms, netfang [email protected], sími 585-1800 / 585-1300

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almennar lækningar og heilsuvernd
 • Vaktþjónusta
 • Nám samhliða starfi
 • Rannsóknar og gæðastarf

Hæfniskröfur

 • Íslenskt lækningaleyfi
 • Að hafa lokið kandidatsári eða sambærilegu námi
 • Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni
 • Hæfni og vilji til að vinna náið með skjólstæðingum og samstarfsfólki
 • Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt
 • Áreiðanleiki, samviskusemi og vandvirkni
 • Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð
 • Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu
 • Íslenskukunnátta nauðsynleg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Á starfssvæðinu eru tvær heilsugæslustöðvar og sjúkrahús, á Ísafirði og Patreksfirði. Þá eru hjúkrunarheimili í Bolungarvík og Þingeyri og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum á svæðinu. 

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - [email protected] - 450 4500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira